Hráfæði?

Ekkert sérstaklega mikið að frétta af mér. Viktin er að mjakast niður sem er ótrúlegt þar sem ég hef hvorki verið að taka markvisst á mataræðinu né hreyfingunni. Hins vegar eru miklar spekulasjónir í gangi sem byrjuðu að gerjast þegar ég datt inná blogg skrifað af Arnóri nokkrum sem er atvinnumaður í fótbolta. Þar lýsir hann því hvernig hann þjáðist af meiðslum, ofþjálfun og þreytu en snéri blaðinu við með því að gerast grænmetisæta. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Síðan datt ég á aðra grein eftir badmintonkonuna Rögnu Ingólfsdóttur inná Náttúrulækningafélagi Íslands sem heitir „Góð næring gegn allskyns kvillum“. Í pislinum lýsir hún því m.a. hvernig hún tók mataræðið sitt í gegn fyrir nokkrum árum og varð í kjölfarið orkumeiri og leið betur í líkamanum. Linkur á pistilinn hennar er hér

Ok, nú er ég ekki atvinnumaður í íþróttum né stefni á að verða það. En ég hef alltaf útlokað að fara yfir á grænmetisfæði eða hráfæði afþví ég hef verið hrædd um að það sé ekki nógu orkumikið og ég springi á limminu. En ef fólk sem hefur atvinnu af því að hreyfa sig og eyðir fleiri hundruð ef ekki þúsund kaloríum meira á dag en ég þá hlýt ég að geta það líka. Hefði ekkert á móti aukinni orku og betri almennri líðan. Fyrir utan hinn augljósa kost að eiga auðveldara með þyndarstjórnun.

Image

Staðan er sú að ég ætla að færa mig smátt og smátt yfir í hráfæði eins og ég get og treysti mér til (þá aðallega í félagslegu samhengi). Þannig að kannski breytist þetta blogg yfir í hráfæðisblogg, hver veit!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s